Fara í innihald

Gátt:Úrvalsefni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Úrvalsgátt íslensku Wikipediu
Á úrvalsgáttinni birtist það alfræðiefni sem þykir bera af á íslensku Wikipediu í bland við úrvalsgreinar á öðrum tungumálum og margmiðlunarefni frá Wikimedia Commons.
Uppfærðu síðuna til þess að sjá nýtt efni af handahófi.
Gyllt stjarna
Úrvalsgrein
Kartöfluplanta
Kartöfluplanta

Kartafla eða jarðepli (fræðiheiti: Solanum tuberosum) er fjölær jurt af náttskuggaætt sem er mikið ræktuð fyrir sterkjurík hnýði á neðanjarðarrenglum. Kartöflur eru í fjórða sæti yfir mest ræktuðu ferskvöru heims (á eftir hrísgrjónum, hveiti og maís).

Kartöflur eru upprunnar í Andesfjöllum, nánar tiltekið í suðurhluta Perú rétt norðan við Titikakavatn samkvæmt nýlegri rannsókn. Frá Suður-Ameríku barst kartaflan til Evrópu með spænskum og portúgölskum landvinningamönnum á síðari hluta 16. aldar. Elstu heimildir um kartöflurækt í Gamla heiminum eru frá Kanaríeyjum árið 1567. Kartaflan náði sér þó ekki á strik sem undirstöðufæða í Evrópu fyrr en um tvö hundruð árum síðar og þá sem svar við harðindum sem ollu uppskerubresti í hinni hefðbundnu kornrækt. Kartöfluræktin í Evrópu byggðist á fáum afbrigðum og var því veik fyrir sjúkdómum eins og kartöflumyglu sem olli uppskerubresti á mörgum stöðum í Evrópu á fimmta áratug 19. aldar.

Kartaflan er undirstöðuhráefni í evrópskri matargerð og Evrópubúar og Bandaríkjamenn eru enn mestu kartöfluneytendurnir en síðustu áratugi hefur kartöfluræktun farið ört vaxandi í Asíu. Kína er nú stærsti kartöfluframleiðandinn á heimsvísu með um fimmtung heimsframleiðslunnar.

Árið 2008 var ár kartöflunnar, en á hverju ári tileinka Sameinuðu þjóðirnar árið einhverju málefni sem varðar heill mannkyns. Ástæðan fyrir valinu er sú að kartaflan er talin geta hjálpað til að ná einu af átta þúsaldarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem er að fækka þeim um helming sem líða skort og hungur vegna fátæktar fyrir árið 2015.

Lesa áfram um kartöflur...

Blá stjarna
Gæðagrein

Hafskip hf. var íslenskt skipafélag, stofnað 1958, sem varð gjaldþrota á níunda áratugnum. Oft komu upp erfiðleikar í rekstri fyrirtækisins. Lengst af þurfti Hafskip á miklum lánum að halda hjá viðskiptabanka sínum, Útvegsbanka Íslands. Vendipunktur varð árið 1984 þegar mikið tap varð á rekstri fyrirtækisins, að miklu leyti sökum „óviðráðanlegra orsaka”. Sumarið 1985 er fyrirtækið barðist í bökkum, og reynt var að ná samningum um sölu þess, hófst mikil og neikvæð umfjöllun fjölmiðla um Hafskip sem sumir líktu við ofsóknir.

Hafskip var lýst gjaldþrota 6. desember 1985. Málsatvik voru með þeim hætti að úr varð mikið dómsmál, Hafskipsmálið. Dómsmálið vatt mikið upp á sig og lauk í júní 1991, fimm árum eftir gjaldþrotið, með því að fjórir æðstu menn fyrirtækisins voru dæmdir sekir um brot á lögum og Útvegsbankinn varð gjaldþrota. Margir vildu meina að stjórnmálamenn hefðu haft óeðlileg áhrif á framvindu mála. Albert Guðmundsson, þáverandi iðnaðarráðherra, sagði af sér 24. mars 1987 vegna þáttar síns í málinu.

Lesa áfram um Hafskip hf....

Grá stjarna
Úrvalsmynd

Robin Hunicke, bandarískur tölvuleikjahönnuður og annar eiganda Funomena.

Græn brotin stjarna
Upprennandi
Allt efni Wikipediu er unnið í sjálfboðavinnu með það markmið að safna samanlagðri þekkingu mannkyns og gera hana eins aðgengilega og hægt er. Á þessari síðu eru bestu dæmin um þetta starf á íslensku Wikipediu en það er mikið verk óunnið og öll hjálp er vel þegin. Ef þú getur hugsað þér að taka þátt í þessu verkefni þá ættir þú að lesa kynninguna og nýliðanámskeiðið og hefjast svo handa.

Af 60.079 greinum á íslensku Wikipediu komast aðeins örfáar útvaldar í hóp gæða- og úrvalsgreina. Samstarf notenda um að fjölga þessum greinum og hækka hlutfall þeirra fer fram í úrvalsmiðstöðinni.

Tillögur að gæðagreinum: Engin atkvæðagreiðsla í gangibreyta

Tillögur að úrvalsgreinum: Atkvæðagreiðsla í gangibreyta

hnöttur
Alþjóðleg úrvalsgrein
Satellite image of northern Britain and Ireland showing the approximate area of Dál Riata (shaded).
Satellite image of northern Britain and Ireland showing the approximate area of Dál Riata (shaded).

Áedán mac Gabráin was a king of Dál Riata from circa 574 until his death, perhaps on 17 April 609. The kingdom of Dál Riata was situated in modern Argyll and Bute, Scotland, and parts of County Antrim, Ireland. Genealogies record that Áedán was a son of Gabrán mac Domangairt.

He was a contemporary of Saint Columba, and much that is recorded of his life and career comes from hagiography such as Adomnán of Iona's Life of Saint Columba. Áedán appears as a character in Old Irish| and Middle Irish language works of prose and verse, some now lost.

The Irish annals record Áedán's campaigns against his neighbours, in Ireland, and in northern Britain, including expeditions to the Orkney Islands, the Isle of Man, and the east coast of Scotland. As recorded by Bede, Áedán was decisively defeated by Æthelfrith of Bernicia at the Battle of Degsastan. Áedán may have been deposed, or have abdicated, following this defeat.

Lestu meira um Áedán mac Gabráin á ensku Wikipediu.

Norðurlönd
Norræn úrvalsgrein
Sinterklaas 2007.
Sinterklaas 2007.

Sinterklaas [sɪntər'klaːs] (ella meira formelt Sint Nicolaas ella Sint Nikolaas; Saint Nicolas á fronskum; Sankt Nikolaus á týskum) er ein siðsøguligur (traditionellur) vetrarferiu figurur ið enn verður hátíðarhildin í Niðurlondum (Hálandi) og Belgia, og eisini í franska Flandern og Artois. Hann er eisini vælkendur í teim fyrrverandi hálendsku hjálondunum, eitt nú Aruba, Surinam, Curaçao, Bonaire og Indonesia. Hann er høvuðs upphavskeldan til norðuramerikanska jólamannin Santa Claus, og harvið eisini til føroyska jólamannin vit kenna í dag.

Hóast hann vanliga verður nevndur Sinterklaas (Santa Niklas ella Santa Klávus), er hann eisini kendur sum De Goedheiligman (Tann góði heilagmaðurin), Sint Nicolaas [sɪnt 'nikolaːs] (Sankta Niklas) ella bara sum De Sint (Halgimennið).

Lestu meira um jólasveininn á færeysku Wikipediu.

Púsl
Gáttir
Gáttir eru ein aðferðin til þess að setja efni Wikipediu fram á skipulagðan hátt og auðvelda aðgengi að því. Þær eru eins konar forsíður fyrir sín efnissvið. Góðar gáttir á íslensku Wikipediu eru: